Styrkveiting og N1 kortatilboð í nóvember

BG styrkurHér í orkuveri L&L er mikið fjör! Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur efnisins, tók við styrkveitingu Landsbankans í gær fyrir Lærum og leikum með hljóðin ásamt fríðum hópi frumkvöðla. 

 

BG styrkur 2  

 

Fyrr í októbermánuði tók Bryndís einnig við verkefnastyrk frá Menningarráði Suðurnesja en tilgangur þeirra er að styðja við atvinnuskapandi, faglega unnin verkefni sem eiga möguleika á að stækka og skapa atvinnu í nútíð og framtíð. Meðal styrkhafa voru Bryn Ballett Akademían og Listahátíð barna en alls 32 verkefni fengu styrk. Hér má sjá fjölda kátra styrkhafa sem tóku formlega við styrkjunum 8. október síðastliðinn. Nánar um styrkinn hér á vef Víkurfrétta: http://www.vf.is/Frettir/50184/default.aspx

menningarrad_2011_afhending_1121313.jpg 

 

Styrkirnir eru mikill heiður og viðurkenning fyrir þetta mikilvæga framburðarefni sem er einstakt á Íslandi.   

 Dvd hulstur

Í nóvembermánuði verður Dvd mynddiskurinn á sérkjörum fyrir N1 korthafa og við minnum á að diskurinn er sérstaklega sniðugur í jólagjafapakkann. Hann hefur fengið frábærar viðtökur og við fáum reglulega hlýjar kveðjur frá foreldrum og fagfólki! Hér má sjá yndislega kveðju sem barst okkur og fengum leyfi til að birta:

,,Ég byrjaði að nota DVD diskinn í síðustu viku og gengur það mjög vel. Krökkunum finnst spennandi og skemmtilegt að æfa sig með diskinum og vilja helst ekki hætta. Biðja alltaf um meira og meira. Þannig að ég segi bara kærar þakkir enn og aftur, diskurinn færði nýtt líf inn í tímana og er einstaklega góður til upprifjunar á hljóðunum

 

Bestu kveðjur

Árdís Hrönn Jónsdóttir M.Ed. leikskólakennari og sérkennslustjóri í Tjarnarseli í Reykjanesbæ.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband