Fullkomin jólagjöf fyrir barnafjölskyldur!

Hér í höfuðstöðvum L&L er mikil gleði enda rjúka mynddiskarnir nýju út í sölu. Foreldrar hafa sent okkur góðar kveðjur og þakkarbréf og þökkum við kærlega fyrir móttökurnar. Ekkert slíkt barnaefni er til á íslenskri tungu og aðferðarfræðin er óumdeilanlega einstök og skilvirk. Þetta finna allar barnafjölskyldur. Talað er um að framburðarefnið nýtist frá 6 mánaða aldri til allt að 10 ára. Í grunninn er þetta styrkjandi fyrir öll börn, eykur hljóðkerfisvitund, málskilning og leggur grunn að góðri lestrarfærni í framtíðinni. Efnið nýtist jafnframt einstaklega vel börnum og fjölskyldum af erlendum uppruna eða börnum sem eru tvítyngd eða búa erlendis.

Með tilkomu dvd efnisins öðlast hinar sívinsælu bækur L&L nýtt líf og vinirnir Máni og Maja leiða okkur um spennandi heim hljóðanna!

Hreyfimynddiskur

Nánar:

Hreyfimynddiskurinn (DVD) byggir á hinu einstaka framburðarefni Lærum og leikum með hljóðin eftir Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðing. Unnið er með hljóðkerfisvitund og framburð hljóðanna í erfiðleikaröð. Við skemmtilega tónlist birtast táknmyndir á skjáinn fyrir hvert og eitt hljóð eftir aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin. Orðin fljúga svo inn og Máni og Maja í flutningi Felix Bergssonar og Védísar Hervarar Árnadóttur, leiða áhorfandann um heim hljóðanna á lifandi og skemmtilegan hátt. Trickshot ehf. vann grafík og samsetningu og teikningar efnisins eru eftir Búa Kristjánsson og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Tónlist myndefnisins er eftir Védísi Hervöru. Barnakór syngur með og tónlistarflutningur frábærra tónlistarmanna gefur tóninn með taktfastri sveiflu. Með þessari útgáfu er enn aukin fjölbreytni í leiðum til að ná árangri til undirbúnings réttri hljóðmyndun og hljóðkerfisvitund.

Myndefnið fæst í öllum verslunum Pennans Eymundssonar og í skólavörubúðinni A4. Fleiri verslanir taka inn diskinn í nóvember.

http://www.laerumogleikum.blog.is / laerumogleikum@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband