Myndbandsdiskur Lærum og leikum með hljóðin

Heyrandi börn læra málið stöðugt og sífellt í gegnum hlustun. Þó að þau læri ekki bara eitt og eitt hljóð í einu þá sýna rannsóknir að örvun talhljóða með heyrn- og sjónrænum hætti frá unga aldri gefur góðan árangur. Börnin verða meðvituð um hljóðin og líklegri til að mynda þau hljóð síðar sem þau geta ekki sagt strax. Það er jafnvel svo merkilegt að börn ná fyrr þeim hljóðum sem þau heyra mest í umhverfi sínu. Með því að örva og leika með hljóð bætum við í hljóðabanka barnanna og aukum líkur á að þau nái réttum hljóðum. Þetta vinnur með þeim hljóðum sem börnin eiga auðveldast að mynda skv. tileinkunarröð í hljóðatöku ungra barna. Á mynddiski Lærum og leikum með hljóðin leiða Máni og Maja áhorfandann um heim íslensku málhljóðanna á lifandi hátt við líflegar myndir Búa Kristjánssonar og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Kjörið fyrir öll börn frá unga aldri sem eru að læra málið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband