Byrjum snemma - vandað efni fyrir allar barnafjölskyldur

Jóhann Vikar brosandi les L og L Börn byrja lífið undirbúin fyrir tal. Börn með eðlilega heyrn hafa heyrt hljóð í móðurkviði frá því um 20 vikum eftir getnað þar sem starfsemi kuðungsins í innra eyra er virk frá þeim tíma. Heyrandi ungbörn læra hljóð og tungumál í umhverfi sínu í gegnum hlustun. Þau byrja sem sagt lífið undirbúin fyrir hlustun og tal. Hljóðið er grunneining fyrir tal- og málþroska heyrandi barna og lestrarfærni síðar meir. Lærum og leikum með hljóðin er fyrir öll börn, foreldra, afa og ömmur sem vilja örva tal barna sinna. Fyrstu bókina, (hvítu) má byrja að skoða snemma með myndbandsdiskinum. Minnum á að bækurnar eru þykkar og með sérstaka lakkáferð svo það má strjúka af þeim vætu og klístur. Allar bækurnar eiga að endast hjá sömu barnafjölskyldu og þola síendurtekna skoðun lítilla fingra!Jóhann Vikar les L og L
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband