Átak Barnaheilla ,,Út að borða fyrir börnin" og Lærum og leikum með hljóðin!

 

afhending_utadborda_31032011_minni.jpgdsc05087.jpg 

 

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, vinna að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er leiðarljós samtakanna í öllu þeirra starfi. Helstu áherslur samtakanna hérlendis eru á barnavernd, baráttu gegn ofbeldi á börnum, þátttöku barna og á málefni barna innflytjenda. Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi erlendis eru á menntun barna og neyðaraðstoð. Snemma á þessu ári tóku 15 veitingastaðir á Íslandi þátt í að safna til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi.  ,,Út að borða með börnin" þar sem hluti af seldum réttum á barnamatseðli rann til verkefnisins. Alls söfnuðust 3.759.913 krónur. 

Veitingastaðirnir sem tóku þátt eru:  American Style, Caruso, Dominos, Eldsmiðjan, Greifinn, Hamborgarabúllan, Hamborgarafabrikkan, KFC, Nauthóll, Pítan, Saffran, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos. 

 

Nú er hafinn undirbúningur að næsta átaki ,,Út að borða fyrir börnin 2012" og vona Barnaheill, Save the Children á Íslandi, að átakinu verði jafn vel tekið hjá veitingastöðum og viðskiptavinum þeirra um allt land.

 

Myndirnar sýna fulltrúa veitingastaðanna afhenda Petrínu Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla, Save the children á Íslandi, upphæðina sem rennur til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi. Þá má sjá Petrínu Ásgeirsdóttur og Bryndisi Guðmundsdottur talmeinafræðing með borð -listamotturnar sem Lærum og leikum með hljóðin, gaf til verkefnisins.

 

Sem þakklætisvott fengu allir veitingastaðirnir sem tóku þátt í verkefninu borðmottur i fjórum litum og límmiða fra ,,Lærum og leikum með hljóðin".

 

BORÐMOTTURNAR  ERU FRÁBÆR NÝUNG FYRIR HEIMILIN, SKÓLANN OG VEITINGASTAÐINA: koma sér vel við borðhaldið; börnin skoða og læra hljóðin um leið og matast er. Þá er kjörið að nota motturnar undir leir - listavinnu og sem hljóðaspil. Borðmotturnar koma í fjórum líflegum litum og eru úr fallegu vatnsheldu efni sem liggur vel á borði.   

 

 dsc05196.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband