Lærum og leikum með hljóðin gerir samning við 365 Miðla.

L&L á Stöð 2
Nýlega undirrituðu Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri samning um að sýna myndefni Lærum og leikum með hljóðin sem hluta af barnaefni á sjónvarpsrásum 365 Miðla. Fyrstu sýningar hefjast haustið 2012 og verður notað myndefni og lifandi tónlist sem Menningarráð Suðurnesja og Samfélagssjóður Landsbankans styrktu. Myndefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá börnum, foreldrum og skólum um allt land. Hér er um séríslenskt efni að ræða, með lifandi tónlist, sem er mikilvægt framlag til menningar og undirbúningsfærni barna fyrir hljóðmyndun og lestur. Bryndís Guðmundsdóttir mun fylgja efninu úr hlaði og var m.a. greint frá samningnum á nýafstöðnu námskeiði Lærum og leikum með hljóðin sem var haldið fyrir Fræðsluskrifstofur á Norðurlandi. Myndefni Lærum og leikum með hljóðin verður sýnt í litlum þáttum þar sem færi gefst á að vinna skipulega í samstarfi við skóla og fjölskyldur með hvert og eitt málhljóð. Ýmis ný verkefni eru á döfinni hjá Raddlist sem gefur út og framleiðir Lærum og leikum með hljóðin. Fyrirhuguð er spjaldtölvuútgáfa og útgáfa á nýju efni í hljóðkerfisvitund sem byggir á aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin; Hljóðalestin, auk þess sem útgáfa og rannsóknavinna erlendis er í undirbúningi. Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Dagskrársviðs 365 Miðla og Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sem hér eru með Bryndísi Guðmundsdóttur handsöluðu samninginn hjá 365 Miðlum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband