Námskeið L&L á Akureyri

Námskeið Akureyri

Þann 3. maí síðastliðinn var Bryndís Guðmundsdóttir með námskeið um framburð og hljóðkerfisþætti á Akureyri fyrir leik - og grunnskólakennara á Eyjafjarðarsvæðinu og i Þingeyjarsýslum.

 Efnistök voru tengd námsefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem Bryndís er höfundur að. Sérstök áhersla var lögð á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar og hvernig hægt er að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. Þá sýndi Bryndís dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins í starfi með leik - og grunnskólabörnum, börnum með sérþarfir og nemendum af erlendum uppruna. Námskeiðið var vel sótt af áhugasömum kennurum norðan heiða. Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á Skólaskrifstofu Akureyrar hafði veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins.

 

Námskeið Akureyri

 Námskeið Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband