RÁS 1: Frumflutningur á laginu ,,Lærum og leikum með hljóðin"

Barnakór Lærum og leikum með hljóðinÞann 2. ágúst kl. 11.00 mæta Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og Védís Hervör Árnadóttir tónlistarmaður  í ,,Samfélagið í nærmynd" hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hrafnhildi Halldórsdóttur.  Í þættum verður rætt vítt og breytt um hvernig foreldrar geta unnið með mál og hljóðmyndun á þessu næma skeiði sem forskólaaldurinn er. Taugalífeðlisfræðilegur þroski heila er mestur á þessum tíma og börn taka við eins og ,,svampar". Forskólatímabilið er sérstaklega mikilvægt þar sem grunnur er lagður að frekari færni barnsins í málþroska, lestri, skrift, tjáskiptum og félagsfærni.Þá verður frumflutningur á RÁS 1 á laginu ,, Lærum og leikum með hljóðin" Það er sungið af Felix Bergssyni, Védísi Hervöru Árnadóttur og barnakór. Lag og texti er eftir Védísi. Frábærir tónlistarmenn koma að flutningi og Kristinn Sturluson hljóðblandar. Lagið er taktfast, létt og leikandi og verður vonandi sungið af börnum heima og í skólum lengi vel!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband