Spennandi námstefna: Lærum og leikum með hljóðin 23. sept á Grand hóteli

    

Lærum og leikum hljóðin

 Takið daginn frá:

Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum verðurhaldin föstudaginn 23. september 2011 frá kl. 13.00 - 17.00 á Grand hóteli Rvk.

 Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni sem er ætlað börnum, foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur. Samhljóðin í íslensku eru kynnt til sögunnar í sömu röð og barnið tileinkar sér hljóðin og þyngdarstigið eykst um leið og leikið er í skemmtilegum æfingum í bókum, spilum og myndbandsefni. Á námstefnunni verður lögð sérstök áhersla á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar og hvernig er hægt að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. Þá verða sýnd dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins.

Spennandi dagskrá er í boði þar sem nýtt  efni verður kynnt með sérstökum tilboðum. Tónlist og leynigestur mætir. Dagskrá verður kynnt nánar síðar.

bor_mottur.jpglimmi_ar.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband