Bryndís hlýtur sérstaka alþjóðlega viðurkenningu á EUWIIN 2011

Alþjóðanet kvenfrumkvöðla: Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN) og KVENN, samtök íslenskra frumkvöðla, hafa tilkynnt að Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur verði á meðal þeirra sem hljóta sérstaka viðurkenningu á alþjóðlegri ráðstefnu evrópsku samtakanna (EUWIIN), sem verður haldin í Hörpunni þann 25 - 27. maí næstkomandi. Viðurkenninguna hlýtur Bryndís vegna þróunar og útgáfu á framburðarefni fyrir börn ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem byggir á áratuga reynslu og gagnreyndum aðferðum í starfi hennar sem talmeinafræðingur á Íslandi.
Ráðstefnan er opin öllum með skráningu á www.kvenn.net þar sem spennandi dagskrá er jafnframt kynnt. Einnig verður sýningarhluti ráðstefnunnar opinn almenningi án skráningar báða dagana frá kl. 9 - 16.00.
,,Lærum og leikum með hljóðin" verður með kynningaraðstöðu á sýningunni í Hörpunni.



Special Recognition Award from GWIIN goes to Bryndis

Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN) and the Icelandic Women Inventors Network (KVENN) have nominated Bryndis Gudmundsdottir for a Special Recognition Award at the international EUWIIN conference in Reykjavik on the 25 - 27. May 2011.
Bryndis will receive The Special Recognition Award for the "Learning And Playing With Sounds" - being " a unique project and pioneering work in the field of speech pathology based on the innovators clinical practice and studies for over 25 years. "Learning and playing with sounds" or ,,Lærum og leikum með hljóðin", is an articulation project developed for children, parents and professionals. It started and evolved from her Masters studies in speech and language pathology in the U.S. with the late Dr. Bernard Silverstein a professor in articulation.
EUWIIN stands for "EUROPEAN WOMEN INVENTORS & INNOVATORS NETWORK".
At the conference topics such as intellectual property rights, product development, access to finance and possible business opportunities will be high up on the agenda. Registration can be done on-line http://euwiinint2011.eventbrite.com/

Lærum og leikum með hljóðin - hvernig efni er það?

Allt efni sem tengist ,,Lærum og leikum með hljóðin” er vandað og uppfyllir kröfur um útlit og efni sem hentar börnum. Þykk spjöld og sérlakkaðar síður leyfa litlum fingrum ítrekaða skoðun og gert er ráð fyrir að foreldrar byrji snemma að skoða fyrstu grunnbókina með börnum sínum og leika með hljóðin. Líflegar myndir Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur og Búa Kristjánssonar gera hljóðanámið auðvelt og spennandi. Efnið er sjónrænt og grípandi með tilvísan í hljóð táknmynda fyrir hvert hljóð sem eflir hljóðvitund og þekkkingu barnanna. Grunnbókin inniheldur táknmyndir og orð með öllum samhljóðum í þeirri röð sem íslensk börn tileinka sér hljóðin og byggir jafnframt á áralangri reynslu höfundar af talþjálfun á Íslandi.

Kennslu- og aðferðafræði efnisins felst i því að við innlögn og leik með málhljóð er hljóðið tengt við ákveðna táknmynd t.d. mótorbáturinn lýsir P – hljóðinu = ph heyrist þegar vélin í bátnum fer af stað; S... heyrist þegar það springur á bílnum og loft lekur út um litla gatið sem kom á dekkið, o.s.frv. Sögupersónurnar Máni og Maja fylgja lesandanum út alla bókina og útskýra á einfaldan hátt myndunarstað hljóðanna og koma með tillögur um leiki.

S og R bækurnar leggja sérstaka áherslu á þau hljóð með stigvaxandi þyngd og æfingu í hljóðkerfisþáttum sem undirbúa barnið fyrir lestur og rétta hljóðmyndun.
Skólar um allt land nota framburðaröskjurnar með öllum spila og myndaspjöldum og foreldrar geta æft samhliða vinnu skóla eða talmeinafræðings í heimabyggð. En bækurnar eru seldar sérstaklega til foreldra og fást í bókaverslunum. Bækurnar henta öllum barnafjölskyldum, ekki bara þeim börnum sem eiga erfitt með myndun þessara hljóða


Minni á opið hús hjá Talþjálfun Reykjavíkur 11. mars kl. 14 - 16.00

Lærum og leikum með hljóðin á staðnum!
Talþjálfun Reykjavíkur, Bolholti 6. Opið hús og kynning á námsefni til málörvunar kl. 14 - 16.00 Talmeinafræðingar Talþjálfunar Reykjavíkur verða á staðnum til skrafs og ráðagerðar.

Kynningar framundan:

Zontaklúbbur Reykjavíkur 11. janúar kl. 19.30   Grin lokið 

Leikskólinn Tjarnarsel Reykjanesbæ 24.janúar kl. 10.00  Smile lokið 

Fræðsluskrifstofa Kópavogs - sérkennarar 27. janúar kl. 8.30  Happy lokið

Samtök skapandi kvenna á Suðurnesjum SKASS/Frumkvöðlasetrið Ásbrú 1. febrúar 2011 kl. 20.00 Cool lokið 

Avonmore Primary School , Avonmore Road, London W 14 8 RL  (34 tungumál/þjóðerni nemenda) 28. jan 2011 - Heimsókn og kynning  Grin lokið 

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar: tvær kynningar; leikskólastarfsfólk og grunnskólastarfsfólk 14. febrúar 2011    Grin lokið 

Fræðsluskrifstofur Reykjanesi: leikskóla-grunnskólastarfsfólk sveitarfélög á Reykjanesi: Íþróttaakademían Reykjanesbæ fimmtudagur 17. febrúar kl. 14.30 Wizard lokið 

Talþjálfun Reykjavíkur, Bolholti 6.  Opið hús og kynning á námsefni til málörvunar kl. 14 - 16.00 Talmeinafræðingar Talþjálfunar Reykjavíkur verða á staðnum til skrafs og ráðagerðar.


Hvað segja foreldrar og fagaðilar um Lærum og leikum með hljóðin?

Hér má sjá brot úr umsögnum um Lærum og leikum með hljóðin:

 ,,Mér fannst ég hálfpartinn vinna í lottó þegar þetta kennsluefni kom út. Áður þurfti ég að finna til blöð og hin og þessi verkefni fyrir hvern tíma en nú kippi ég bara öskjunni úr hillunni og finn til það sem hentar í hvert sinn. Þvílíkur tímasparnaður!

Kennsluefnið ,,Lærum og leikum með hljóðin"  hefur reynst mér mjög vel í starfi mínu með leikskólabörnum. Kennsluefnið er mjög aðgengilegt og auðvelt að vinna með það eftir leiðbeiningum frá talmeinafræðingi.  Mín reynsla er sú að allt sem er sjónrænt skilar sér mun betur og það að hafa gott kennsluefni með áhugaverðum myndum skilar betri árangri. Kennsluefnið býður einnig upp á fjölbreytileika með spilunum sem fylgja eins og með S og R öskjunum. Það býður upp á að nota efnið alla kennslustundina með mismunandi verkefnum. Máni og Maja eru einnig skemmtilegar sögupersónur sem  höfða til barnanna.

Kennsluefnið hefur einnig nýst í starfi með elstu börnum leikskólans í stafa- og hljóðainnlögn og er frábært með þeim sem þurfa sérstaklega að vinna með ákveðna þætti hljóðkerfisvitundarinnar.

Efnið hefur efnið einnig nýst mér vel heima með ömmubarni mínu sem þarf að æfa sig í nokkrum hljóðum.

Það er skemmtilegt að vinna með lærum og leikum, bæði í vinnunni og heima. Þegar gleðin ræður ríkjum verður árangurinn meiri".

 Ólöf  K. Guðmundsdóttr leikskólasérkennari, (amma og meistaranemi).

---------
 
,,Ég hef unnið með Lærum og leikum með hljóðin, S- framburðaröskjuna með nemanda sem er með alvarlega málhömlun. Efnið er frábærlega vel sett upp, stigþyngjandi og gefur mér tækifæri á að vinna með bæði hljóðvitund og orðaforða á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Ég er sérstaklega ánægð með hvernig er hægt að vinna með hljóðmyndunina eftir stöðu í orði og samhljóðasamböndum.Ég er aðeins að byrja með R- öskjuna og þar er ég enn í þessum 6 æfingum sem gerðar eru til að undirbúa rétta staðsetningu R- hljóðsins. Ég finn að þær eru að skila árangri og mér finnst ég loksins vera að leggja grunn að lestrarnámi sem á eftir að skila árangri því auk hljóðtenginga eru beinar hljóðkerfisvitundaræfingar og minnisspil sem auka orðaforða og það er að mínu mati mjög þýðingarmikill þáttur í öllu námi." 

Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari og deildarstjóri Eikarinnar í Holtaskóla, Rnb.

-------- 

,,Sonur minn fékk „Lærum og leikum með hljóðin“ að gjöf þegar hann var u.þ.b. 18 mánaða gamall. Hann varð strax hrifinn af bókinni og myndunum og fór fljótt að bæta við sig orðaforða. Um tveggja ára aldurinn kviknaði grunur um dæmigerða einhverfu meðal annars vegna þess hve seinn hann var í málþroska.

Mér fannst gaman að nota myndirnar í bókinni til að æfa hann í að lesa í svipbrigði eins og leiður og glaður. Hann lærði mörg hugtök og sagnorð eins og „hnerra“ og „öskra“ og líkir alltaf eftir hljóðunum ílestinni, spætunni og fleira þess háttar. Honum finnst myndirnar greinilega skemmtilegar og áhugaverðar  sem mér finnst nauðsynlegt til að halda honum við efnið. 

Fyrst notuðum við aðallega bókina til að efla málþroska, leika okkur með hljóðin og læra nokkra stafi í leiðinni en fljótlega eftir að í ljós kom að hann væri með einhverfu tók ég fram spjöldin og bjó til leiki í kringum þau. Við pörum saman myndir, förum í lottó og bætum við orðum.T.d. sýni ég honum auðveld spjöld með orðum sem ég veit að hann kann og bæti svo við örlítið erfiðari spjöldum inn á milli. Þannig gleymir hann sér í leiknum og lærir ný orð. Fyrst sagði hann bara „mála“ þegar hann sá spjald með manni að mála vegg. Nú spyr ég hann meira út í hvert spjald, t.d. „hver er að mála?“og „hvernig er veggurinn á litinn?“ og hann svarar þessum spurningum. Fyrir nokkrum mánuðum vorum við að koma orðunum inn en nú hefur honum farið mikið fram svo við erum að æfa setningar. Ég held að honum finnist þetta spennandi með spjöldin og þekkir myndirnar á spjöldunum úr bókinni.

Ég mæli með Lærum og leikum með hljóðin fyrir öll börn, hvort sem þau eiga í erfiðleikum með málþroska eða ekki . Þar er hægt að blanda saman kennslu með hljóð, orðaforða og stafina á skemmtilegan hátt. Á mínu heimili hefur þessi þjálfun orðið að skemmtilegum leik með því að bæta líka spjöldunum við.  Sonur minn mun fá R og S öskjurnar í jólagjöf og ég hlakka til að halda áfram að læra og leika með hljóðin og sjá syni mínum fara fram."

Þórhildur Birgisdóttir, móðir og framkvæmdastjóri.

----------


,,Sonur minn sem er heyrnarskertur hefur haft gagn og gaman að því að vinna með efnið „Lærum og leikum með hljóðin“. Áður en sonur minn hóf talþjálfun hjá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi lenti ég oft og iðulega í því að þurfa að endursegja við fullorðna það sem hann var að segja. En mikil framför hefur orðið á framburði hans við notkun efnisins og er hann orðinn nokkuð skýrmæltur.  Þá er hann ávallt spenntur að fara í talþjálfun sem bendir til þess að hann hafi gaman af því þau eru að vinna með. Heimavinnan hefur líka gengið vel og er sonur minn oft að skoða bókina sem fylgir námsefninu. Þá hef ég einnig nýtt mér þetta námsefni við vinnu mína sem leikskólakennari og hefur reynst vel bæði til að efla hljóðkerfisvitund barna, framburð og orðaforða tvítyngdra barna."

Erna Guðlaugsdóttir móðir heyrnarskerts drengs og leikskólakennari.

--------- 

Ég hef notað Lærum og leikum í hljóðakennslu og þjálfun fyrir nýbúa því að hin myndræna útgáfa auðveldar mjöskýringar á munnstöðu og einnig á því hvert hljóðið er. Reiða gæsin hljómar nefnilega eins og öllum tungumálum. Mér hefur einnig reynst efnið notadrjúgt þegar hljóðmyndunarvandamál dúkka upp því æfingarnar sem boðið er upp á eru góð þjálfun og auðvelt að muna. Myndaspjöldin eru skemmtilegt spilabingó og nýtast við bæði hljóðþjálfun og greiningu.

Unnur G. Kristjánsdóttir, kennari í íslensku sem annað mál, Holtaskóla, Rnb.

-------- 

,,Ég vil vekja athygli á framburðarbókum Bryndísar Guðmundsdóttur, sem hafa nýst mér einkar vel í starfi mínu sem sérkennari í leikskóla. Þær eru faglega unnar, glaðlegar og skemmtilegar og höfða mjög vel til allra barna sem ég hef unnið með í framburðarkennslu og þjálfun. Áherslan á hljóðið fremur en táknið og fjölbreytt verkefni sem tengja saman sjón, hljóð og tákn eru mjög örvandi og efla hljóðvitund barnanna, sem er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að því að læra að lesa. Þessar bækur henta öllum börnum sem eru að byrja að læra málhljóðin og eru einnig frábær hjálpartæki fyrir þau sem lenda í erfiðleikum með hljóðmyndun og þurfa markvissa viðbótarþjálfum. Einnig fyrir börn með íslensku sem annað mál. Auk þess er til fyrirmyndar að nota fjölda orða sem eru börnunum framandi og auka þannig orðaforða þeirra í leiðinni."

Svava Hafsteinsdóttir sérkennslustjóri leikskólans Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.

--------

,,Foreldrafélag Vesturbæjarskóla hefur gefið skólanum R og S framburðaröskjur við góðar undirtektir en félagið taldi þetta geta komið börnunum einkar vel að gagni í skólanum."  

Dagrún Árnadóttir, foreldri og gjaldkeri foreldrafélags Vesturbæjarskóla.

-------

,,Búin að næla mér í R-bókina sem er algjör snilld og á stóran þátt í því stökki sem varð í réttum framburði á R hjá mínum dreng ! Mæli því heilshugar með þessum bókum :) Höfundur á heiður skilið fyrir þetta framtak þar sem algjör vöntun hefur verið á markaðnum á kennsluefni sem foreldrar geta notast við heima í þjálfun á framburðarerfiðleikum barna sinna."

Lúcinda Árnadóttir, móðir og sálfræðingur. 

-------

,,Mæli með efninu hennar Bryndísar. Mjög skemmtilega unnar bækur og öskjur sem innihalda spil og leiki. Frábær viðbót í framburðarvinnu og ekki skemmir fyrir að börnunum finnst mjög gaman að fara í gegnum bókina og vinna verkefnin"
 
Anna María Gunnarsdóttir talmeinafræðingur 

  

           

 



Viltu kaupa bækur?

Lærum og leikum með hljóðin; (3 bækur komnar; grunnbók, S og R bók) fást í flestum verslunum Pennans/Eymundsson, A -4 Skrifstofa og skóli, Bóksölu stúdenta og hjá Talþjálfun Reykjavíkur (9.00 - 14.00)

Framburðaröskjur fást hjá höfundi á tilboði.


Hjálpaðu barninu þínu að bera fram S og R!

Lærum og leikum með hljóðin - grunnbók

 Nýtt íslenskt námsefni er komið út sem ætlað er að hjálpa foreldrum og fagfólki að vinna rétt með undirbúning hljóðmyndunar barna. S og R framburðarbækurnar eru sjálfstætt framhald af grunnefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem kom fyrst út árið 2008. Sú bók naut mikilla vinsælda hjá einstaklingum, fjölskyldum og skólum um land allt. 

 S og R bækurnar - nýtt og spennandi efni!

Í S og R bókunum er unnið með stigvaxandi þyngd á framburði orða með hljóðunum fremst, aftast og í miðju orða. Einnig eru hljóðin æfð í samhljóðasamböndum, eyðufyllingum, setningum. rími, hlustun, heyrnarminni og í örsögum. Framburðarbókunum fylgja spilaspjöld í A -3 stærð til að æfa hljóðin enn frekar. 

Forsíða S bókin

 

Forsíða R bókin

 

 

 

 

 

 

 

 

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknar frábærar myndir í nýju bókunum og teikningar Búa Kristjánssonar frá fyrri bók lifa einnig áfram í námsefninu. 

S borðspil - sýnidæmi

 

 R borðspil - sýnidæmi 

Framburðarbækurnar eru til stakar fyrir foreldra hjá höfundi, í verslunum Pennans - Eymundssonar um allt land, í A -4 Skrifstofa og skóli, Bóksölu Stúdenta og hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Hvorri bók fyrir sig fylgja A -3 spilaspjöld.

Framburðaröskjunum; Lærum og leikum með hljóðin - S bókin; framburðaraskja og Lærum og leikum með hljóðin - R bókin; framburðaraskja, fylgir tvöfalt sett af öllum myndaspjöldum til æfinga auk leiðbeininga. S og R framburðaröskjurnar koma nú í þykkari öskju og öll myndaspjöld eru 350 mg þykk. 

Kjörið námsefni til að vinna með í samstarfi við talmeinafræðinga. 

Pantanir og frekari upplýsingar á laerumogleikum@gmail.com

 

Með vinsemd,

Bryndís Guðmundsdóttir M.A.CCC - SLP, talmeinafræðingur  


Kynning í Vestmannaeyjum - Hamarsskóla kl. 17 - 18 fimmtudaginn 14.okt !

Fimmtudaginn 14.október verður opið hús fyrir foreldra, kennara, heilbrigðisstarfsfólk og aðra áhugasama á ,,Lærum og leikum með hljóðin" og fræðsla veitt um framburð og málþroska barna. Allir velkomnir; gott að hittast og ræða málin eftir kynninguna.

 Mynd: Gunni Sal

Vestmannaeyjar Mynd: Gunni Sal


Framburðaröskjurnar komnar - glæsilegt safn sem vert er að eiga!

Safnið góðaGlæsilegt!Öskjurnar - grunnaskja ásamt nýju S og R öskjunum

Kynning S og R

Framburðaröskjunum; Lærum og leikum með hljóðin - S bókin; framburðaraskja og Lærum og leikum með hljóðin - R bókin; framburðaraskja, fylgir tvöfalt sett af öllum myndaspjöldum til æfinga auk leiðbeininga og A -3 spilaspjalda. S og R öskjurnar koma nú í þykkari öskjum og öll myndaspjöld eru 350 mg að þykkt (þykkari en áður). Hundruð mynda í tvöföldu setti til æfinga. Stigvaxandi þyngd - erfiðara efni en í grunnefni í fyrstu framburðaröskjunni sem gefin var út árið 2008.

 

Pantanir og frekari upplýsingar á laerumogleikum@gmail.com

 

Sjá betri myndir í myndaalbúmi og á facebook undir Lærum og leikum með hljóðin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband