7.3.2013 | 12:53
Hljóðalestin komin!
Það gleður okkur að kynna til leiks Hljóðalestina, sjálfstætt framhald í bókaflokknumLærum og leikum með hljóðin. Í Hljóðalestinni er aukin áhersla á hljóðgreiningu og hljóðkerfisþætti og aukið við orðaforða og málskilning í útskýringum orða. Bókin er því góður grunnur að lestrarnámi og réttri stafsetningu. Verkefnabók fylgir með skemmtilegum æfingum.
Lagt er kapp á að nýta þekkingu og reynslu fagaðila á þessu sviði og gera efnið aðgengilegt fyrir öll börn.
Nánari upplýsingar um Hljóðalestina má finna hér og einnig má sjá fleiri kynningarmyndbönd um námsefnið á youtube rásinni okkar: laerumogleikum
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2012 | 22:46
Myndbandsdiskur Lærum og leikum með hljóðin
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 10:36
Byrjum snemma - vandað efni fyrir allar barnafjölskyldur
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 03:15
Lærum og leikum með hljóðin gerir samning við 365 Miðla.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 03:12
Námskeið L&L á Akureyri
Þann 3. maí síðastliðinn var Bryndís Guðmundsdóttir með námskeið um framburð og hljóðkerfisþætti á Akureyri fyrir leik - og grunnskólakennara á Eyjafjarðarsvæðinu og i Þingeyjarsýslum.
Efnistök voru tengd námsefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem Bryndís er höfundur að. Sérstök áhersla var lögð á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar og hvernig hægt er að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. Þá sýndi Bryndís dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins í starfi með leik - og grunnskólabörnum, börnum með sérþarfir og nemendum af erlendum uppruna. Námskeiðið var vel sótt af áhugasömum kennurum norðan heiða. Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á Skólaskrifstofu Akureyrar hafði veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2012 | 17:15
Lærum og leikum á Barnaspítala Hringsins
Við heimsóttum Barnaspítala Hringsins, brugðum á leik, sungum og kynntum efnið allt. Á Barnaspítalanum fer fram einstaklingsmiðuð kennsla sem jafnframt fylgir heimanámi þeirra barna sem þar dvelja. Hver og einn fær að njóta sín við kennslu og leik hjá frábærum kennurum og starfsfólki leikstofunnar sem tekur móti börnunum af glaðværð og natni. Mikið og merkilegt starf fer þar fram og mikilvægt að góð námsgögn séu þar aðgengileg. Vörulína L&L bætist þar nú í safnið á kennslu- og leikstofu spítalans þar sem göfugt starf er unnið á hverjum degi.
Við þökkum kærlega fyrir frábæra samveru!
Helga Þórðardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Dóra Guðrún Kristinsdóttir.
Védís Hervör, Bryndís Guðmundsdóttir, Svanfríður Brianna og Gróa Gunnarsdóttir með litla vinkonu okkar.
Bækur | Breytt 2.3.2012 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011 | 21:18
Nýárskveðjur frá Lærum og leikum með hljóðin! Þökkum frábært samstarf á árinu og hlökkum til næsta árs með ykkur!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2011 | 10:59
Ný heimasíða!
Við kynnum stolt til leiks nýja heimasíðu okkar www.laerumogleikum.is þar sem framburðarefnið fær að njóta sín ásamt tilheyrandi fróðleik. Kíkið endilega við og deilið áfram ef ykkur líkar!
L&L teymið
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 12:42
Dagur íslenskrar tungu
Orðaforði barnsins eykst stöðugt og mikilvægur grunnur er lagður að innbyggðri máltilfinningu með réttum beygingum í tali, góðri stafsetningu og ritun.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2011 | 12:34
Átak Barnaheilla ,,Út að borða fyrir börnin" og Lærum og leikum með hljóðin!
Barnaheill, Save the Children á Íslandi, vinna að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er leiðarljós samtakanna í öllu þeirra starfi. Helstu áherslur samtakanna hérlendis eru á barnavernd, baráttu gegn ofbeldi á börnum, þátttöku barna og á málefni barna innflytjenda. Helstu áherslur Barnaheilla Save the Children á Íslandi erlendis eru á menntun barna og neyðaraðstoð. Snemma á þessu ári tóku 15 veitingastaðir á Íslandi þátt í að safna til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi. ,,Út að borða með börnin" þar sem hluti af seldum réttum á barnamatseðli rann til verkefnisins. Alls söfnuðust 3.759.913 krónur.
Veitingastaðirnir sem tóku þátt eru: American Style, Caruso, Dominos, Eldsmiðjan, Greifinn, Hamborgarabúllan, Hamborgarafabrikkan, KFC, Nauthóll, Pítan, Saffran, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos.
Nú er hafinn undirbúningur að næsta átaki ,,Út að borða fyrir börnin 2012" og vona Barnaheill, Save the Children á Íslandi, að átakinu verði jafn vel tekið hjá veitingastöðum og viðskiptavinum þeirra um allt land.
Myndirnar sýna fulltrúa veitingastaðanna afhenda Petrínu Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla, Save the children á Íslandi, upphæðina sem rennur til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi. Þá má sjá Petrínu Ásgeirsdóttur og Bryndisi Guðmundsdottur talmeinafræðing með borð -listamotturnar sem Lærum og leikum með hljóðin, gaf til verkefnisins.
Sem þakklætisvott fengu allir veitingastaðirnir sem tóku þátt í verkefninu borðmottur i fjórum litum og límmiða fra ,,Lærum og leikum með hljóðin".
BORÐMOTTURNAR ERU FRÁBÆR NÝUNG FYRIR HEIMILIN, SKÓLANN OG VEITINGASTAÐINA: koma sér vel við borðhaldið; börnin skoða og læra hljóðin um leið og matast er. Þá er kjörið að nota motturnar undir leir - listavinnu og sem hljóðaspil. Borðmotturnar koma í fjórum líflegum litum og eru úr fallegu vatnsheldu efni sem liggur vel á borði.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)