1.11.2011 | 09:45
Styrkveiting og N1 kortatilboð í nóvember
Hér í orkuveri L&L er mikið fjör! Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur efnisins, tók við styrkveitingu Landsbankans í gær fyrir Lærum og leikum með hljóðin ásamt fríðum hópi frumkvöðla.
Fyrr í októbermánuði tók Bryndís einnig við verkefnastyrk frá Menningarráði Suðurnesja en tilgangur þeirra er að styðja við atvinnuskapandi, faglega unnin verkefni sem eiga möguleika á að stækka og skapa atvinnu í nútíð og framtíð. Meðal styrkhafa voru Bryn Ballett Akademían og Listahátíð barna en alls 32 verkefni fengu styrk. Hér má sjá fjölda kátra styrkhafa sem tóku formlega við styrkjunum 8. október síðastliðinn. Nánar um styrkinn hér á vef Víkurfrétta: http://www.vf.is/Frettir/50184/default.aspx
Styrkirnir eru mikill heiður og viðurkenning fyrir þetta mikilvæga framburðarefni sem er einstakt á Íslandi.
Í nóvembermánuði verður Dvd mynddiskurinn á sérkjörum fyrir N1 korthafa og við minnum á að diskurinn er sérstaklega sniðugur í jólagjafapakkann. Hann hefur fengið frábærar viðtökur og við fáum reglulega hlýjar kveðjur frá foreldrum og fagfólki! Hér má sjá yndislega kveðju sem barst okkur og fengum leyfi til að birta:
,,Ég byrjaði að nota DVD diskinn í síðustu viku og gengur það mjög vel. Krökkunum finnst spennandi og skemmtilegt að æfa sig með diskinum og vilja helst ekki hætta. Biðja alltaf um meira og meira. Þannig að ég segi bara kærar þakkir enn og aftur, diskurinn færði nýtt líf inn í tímana og er einstaklega góður til upprifjunar á hljóðunum
Bestu kveðjur
Árdís Hrönn Jónsdóttir M.Ed. leikskólakennari og sérkennslustjóri í Tjarnarseli í Reykjanesbæ.
Bækur | Breytt 16.11.2011 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2011 | 10:11
Fullkomin jólagjöf fyrir barnafjölskyldur!
Hér í höfuðstöðvum L&L er mikil gleði enda rjúka mynddiskarnir nýju út í sölu. Foreldrar hafa sent okkur góðar kveðjur og þakkarbréf og þökkum við kærlega fyrir móttökurnar. Ekkert slíkt barnaefni er til á íslenskri tungu og aðferðarfræðin er óumdeilanlega einstök og skilvirk. Þetta finna allar barnafjölskyldur. Talað er um að framburðarefnið nýtist frá 6 mánaða aldri til allt að 10 ára. Í grunninn er þetta styrkjandi fyrir öll börn, eykur hljóðkerfisvitund, málskilning og leggur grunn að góðri lestrarfærni í framtíðinni. Efnið nýtist jafnframt einstaklega vel börnum og fjölskyldum af erlendum uppruna eða börnum sem eru tvítyngd eða búa erlendis.
Með tilkomu dvd efnisins öðlast hinar sívinsælu bækur L&L nýtt líf og vinirnir Máni og Maja leiða okkur um spennandi heim hljóðanna!

Nánar:
Hreyfimynddiskurinn (DVD) byggir á hinu einstaka framburðarefni Lærum og leikum með hljóðin eftir Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðing. Unnið er með hljóðkerfisvitund og framburð hljóðanna í erfiðleikaröð. Við skemmtilega tónlist birtast táknmyndir á skjáinn fyrir hvert og eitt hljóð eftir aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin. Orðin fljúga svo inn og Máni og Maja í flutningi Felix Bergssonar og Védísar Hervarar Árnadóttur, leiða áhorfandann um heim hljóðanna á lifandi og skemmtilegan hátt. Trickshot ehf. vann grafík og samsetningu og teikningar efnisins eru eftir Búa Kristjánsson og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Tónlist myndefnisins er eftir Védísi Hervöru. Barnakór syngur með og tónlistarflutningur frábærra tónlistarmanna gefur tóninn með taktfastri sveiflu. Með þessari útgáfu er enn aukin fjölbreytni í leiðum til að ná árangri til undirbúnings réttri hljóðmyndun og hljóðkerfisvitund.
Myndefnið fæst í öllum verslunum Pennans Eymundssonar og í skólavörubúðinni A4. Fleiri verslanir taka inn diskinn í nóvember.
http://www.laerumogleikum.blog.is / laerumogleikum@gmail.com
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 21:43
Námstefnugleði og spennandi haust framundan

Nú er námstefna Lærum og leikum með hljóðin yfirstaðin og var ansi margt um frábært fagfólk leikskóla og grunnskóla landsins meðal annarra síðastliðinn föstudag.
Frú Vigdís Finnbogadóttir setti námstefnuna með glæsibrag og færði okkur nær stöðu tungumála almennt í heiminum. Bryndís Guðmundsdóttir tók svo við og leiddi okkur um heim hljóðkerfisvitundar og tilurðar framburðarefnisins Lærum og leikum með hljóðin. Það eru nefnilega heilmikil gagnreynd fræði á bak við námsefnið og dásamlegt að það skuli fá jafn mikla viðurkenningu og útbreiðslu og raun ber vitni.
Sigríður Arnardóttir (Sirrý), fjölmiðlafræðingur með meiru hélt svo hressandi fyrirlestur (ef ekki gjörning) þar sem hún hristi verulega upp í fólki, létti lund og gaf okkur ýmis dæmi um hvernig hægt er að vera fyrirmynd í framkomu.
Síðari hluti námstefnunnar var tileinkaður því fagfólki sem unnið hefur með efnið inni á leikskólunum. Þar mátti sjá frábæra leiki með hljóðin í tengslum við efnið og alls kyns hugmyndir að því að gera efninu sem best skil. Að lokum var hjartnæmur og hvetjandi fyrirlestur móður sem á unga stúlku í talþjálfun hjá Bryndísi Guðmundsdóttur undir yfirskriftinni ,Að gefast ekki upp'.

Nýjustu vörulínur Lærum og leikum voru kynntar og seldar á námstefnutilboðum en þar ber hæst að nefna hreyfimynddiskinn góða sem talsettur er af Felix Bergssyni og Védísi Hervöru Árnadóttur.
Hér má sjá höfundinn, Bryndísi Guðmundsdóttur, fjalla um Lærum og leikum með hljóðin í frumkvöðlaþætti ÍNN: http://inntv.is/Horfa_á_þætti/Frumkvöðlar$1316995260
Fylgist með okkur hér og á fésbókinni! Það er svo gaman að læra og leika með hljóðin :)
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 20:11
Dagskrá Námstefnu Lærum og leikum

Dagskrá Námstefnu Lærum og leikum með hljóðin liggur nú fyrir og má nálgast hana hér í viðhengi að neðan. Við hvetjum fagaðila sem og foreldra til að skrá sig á laerumogleikum@gmail.com í tæka tíð.
Námstefnan fer fram þann 23. september á Grand Hóteli frá kl. 13 - 17.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti og verndari íslenskrar tungu gerir okkur þann heiður að setja námstefnuna og glæsileg dagskrá fagfólks og foreldra mun svo sannarlega hefja haustönn allra með stæl.
Sjá dagskrá í viðhengi hér beint fyrir neðan ,Skrár tengdar þessari bloggfærslu'.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Bækur | Breytt 18.9.2011 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2011 | 22:26
Pökkun Lærum og leikum með hljóðin límmiða hjá frábæru starfsfólki á vinnustofunni ÁS



Bækur | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 16. ágúst var fjölmenn og vel heppnuð sýning á vegum Námsgagnastofnunar í samstarfi við HÍ. Fjöldi gesta sótti sýninguna og fyrirlestra. ,,Lærum og leikum með hljóðin" var á staðnum með sýningu og kynningu. Námstefnan á Grand hótel þann 23. september frá kl. 13.00 - 1700 er framundan og fjöldi gesta skráði sig á námstefnuna. Hlökkum til að sjá ykkur. Dagskrá verður send út í þessari viku til allra leik - grunnskóla á landinu, auk annarra aðila!

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2011 | 12:11
RÁS 1: Frumflutningur á laginu ,,Lærum og leikum með hljóðin"

Bækur | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2011 | 00:57
Kipptu R eða S bók með í sumarfríið!
Bækurnar fást hjá A-4, Pennanum-Eymundsson um allt land og í Bóksölu stúdenta!



Lærum og leikum með hljóðin er íslenskt námsefni sem hjálpar foreldrum og fagfólki að vinna rétt með undirbúning hljóðmyndunar barna. S og R framburðarbækurnar eru sjálfstætt framhald af grunnefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem kom fyrst út árið 2008. Sú bók naut mikilla vinsælda hjá einstaklingum, fjölskyldum og skólum um land allt.
Í S og R bókunum er unnið með stigvaxandi þyngd á framburði orða með hljóðunum fremst, aftast og í miðju orða. Einnig eru hljóðin æfð í samhljóðasamböndum, eyðufyllingum, setningum. rími, hlustun, heyrnarminni og í örsögum. Framburðarbókunum fylgja spilaspjöld í A -3 stærð til að æfa hljóðin enn frekar. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknar frábærar myndir í nýju bókunum og teikningar Búa Kristjánssonar frá fyrri bók lifa einnig áfram í námsefninu. Skoðið myndir og texta neðar!
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 23:39
Spennandi námstefna: Lærum og leikum með hljóðin 23. sept á Grand hóteli

Takið daginn frá:
Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum verðurhaldin föstudaginn 23. september 2011 frá kl. 13.00 - 17.00 á Grand hóteli Rvk.
Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni sem er ætlað börnum, foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur. Samhljóðin í íslensku eru kynnt til sögunnar í sömu röð og barnið tileinkar sér hljóðin og þyngdarstigið eykst um leið og leikið er í skemmtilegum æfingum í bókum, spilum og myndbandsefni. Á námstefnunni verður lögð sérstök áhersla á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar og hvernig er hægt að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. Þá verða sýnd dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins.
Spennandi dagskrá er í boði þar sem nýtt efni verður kynnt með sérstökum tilboðum. Tónlist og leynigestur mætir. Dagskrá verður kynnt nánar síðar.


Bækur | Breytt 1.6.2011 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2011 | 17:02
EUWIIN 2011 frestað til 6 -9 sept 2011 vegna gossins í Grímsvötnum
Sept. 6th: Welcome reception
Sept.7th: Conference day and exhibition. Fashionshow in Harpa
Sept. 8th:: Conference day, exhibition in Harpa Award and galadinner in Lava, Blue lagoon
Sept. 9th: Business match making, sightseeing.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)