Bryndís hlýtur sérstaka alþjóðlega viðurkenningu á EUWIIN 2011

Alþjóðanet kvenfrumkvöðla: Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN) og KVENN, samtök íslenskra frumkvöðla, hafa tilkynnt að Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur verði á meðal þeirra sem hljóta sérstaka viðurkenningu á alþjóðlegri ráðstefnu evrópsku samtakanna (EUWIIN), sem verður haldin í Hörpunni þann 25 - 27. maí næstkomandi. Viðurkenninguna hlýtur Bryndís vegna þróunar og útgáfu á framburðarefni fyrir börn ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem byggir á áratuga reynslu og gagnreyndum aðferðum í starfi hennar sem talmeinafræðingur á Íslandi.
Ráðstefnan er opin öllum með skráningu á www.kvenn.net þar sem spennandi dagskrá er jafnframt kynnt. Einnig verður sýningarhluti ráðstefnunnar opinn almenningi án skráningar báða dagana frá kl. 9 - 16.00.
,,Lærum og leikum með hljóðin" verður með kynningaraðstöðu á sýningunni í Hörpunni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband