Færsluflokkur: Bækur

S og R bækurnar komnar í verslanir!

Lærum og leikum með hljóðin S og R bækurnar með A -3 spilaspjöldum eru komnar út! Fást hjá höfundi, Talþjálfun Reykjavíkur, Verslunum Eymundsson, Bóksölu stúdenta og A -4, Skrifstofa og Skóli. Sendar út á land í fyrramálið 13.sept.10. Framburðaröskjurnar koma síðar í þessari viku! Tryggið ykkur eintak!

Hjálpaðu barninu þínu að bera fram S og R!

Lærum og leikum með hljóðin - grunnbók

 Nýtt íslenskt námsefni er komið út sem ætlað er að hjálpa foreldrum og fagfólki að vinna rétt með undirbúning hljóðmyndunar barna. S og R framburðarbækurnar eru sjálfstætt framhald af grunnefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem kom fyrst út árið 2008. Sú bók naut mikilla vinsælda hjá einstaklingum, fjölskyldum og skólum um land allt. 

 S og R bækurnar - nýtt og spennandi efni!

Í S og R bókunum er unnið með stigvaxandi þyngd á framburði orða með hljóðunum fremst, aftast og í miðju orða. Einnig eru hljóðin æfð í samhljóðasamböndum, eyðufyllingum, setningum. rími, hlustun, heyrnarminni og í örsögum. Framburðarbókunum fylgja spilaspjöld í A -3 stærð til að æfa hljóðin enn frekar. 

Forsíða S bókin

 

Forsíða R bókin

 

 

 

 

 

 

 

 

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknar frábærar myndir í nýju bókunum og teikningar Búa Kristjánssonar frá fyrri bók lifa einnig áfram í námsefninu. 

S borðspil - sýnidæmi

 

 R borðspil - sýnidæmi 

Framburðarbækurnar eru til stakar fyrir foreldra hjá höfundi, í verslunum Pennans - Eymundssonar um allt land, í A -4 Skrifstofa og skóli, Bóksölu Stúdenta og hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Hvorri bók fyrir sig fylgja A -3 spilaspjöld.

Framburðaröskjunum; Lærum og leikum með hljóðin - S bókin; framburðaraskja og Lærum og leikum með hljóðin - R bókin; framburðaraskja, fylgir tvöfalt sett af öllum myndaspjöldum til æfinga auk leiðbeininga. S og R framburðaröskjurnar koma nú í þykkari öskju og öll myndaspjöld eru 350 mg þykk. 

Kjörið námsefni til að vinna með í samstarfi við talmeinafræðinga. 

Pantanir og frekari upplýsingar á laerumogleikum@gmail.com

 

Með vinsemd,

Bryndís Guðmundsdóttir M.A.CCC - SLP, talmeinafræðingur  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband