Hljóðalestin komin!


Það gleður okkur að kynna til leiks Hljóðalestina, sjálfstætt framhald í bókaflokknumLærum og leikum með hljóðin. Í Hljóðalestinni er aukin áhersla á hljóðgreiningu og hljóðkerfisþætti og aukið við orðaforða og málskilning í útskýringum orða. Bókin er því góður grunnur að lestrarnámi og réttri stafsetningu. Verkefnabók fylgir með skemmtilegum æfingum.

Lagt er kapp á að nýta þekkingu og reynslu fagaðila á þessu sviði og gera efnið aðgengilegt fyrir öll börn.

Nánari upplýsingar um Hljóðalestina má finna hér og einnig má sjá fleiri kynningarmyndbönd um námsefnið á youtube rásinni okkar: laerumogleikum

 


Myndbandsdiskur Lærum og leikum með hljóðin

Heyrandi börn læra málið stöðugt og sífellt í gegnum hlustun. Þó að þau læri ekki bara eitt og eitt hljóð í einu þá sýna rannsóknir að örvun talhljóða með heyrn- og sjónrænum hætti frá unga aldri gefur góðan árangur. Börnin verða meðvituð um hljóðin og líklegri til að mynda þau hljóð síðar sem þau geta ekki sagt strax. Það er jafnvel svo merkilegt að börn ná fyrr þeim hljóðum sem þau heyra mest í umhverfi sínu. Með því að örva og leika með hljóð bætum við í hljóðabanka barnanna og aukum líkur á að þau nái réttum hljóðum. Þetta vinnur með þeim hljóðum sem börnin eiga auðveldast að mynda skv. tileinkunarröð í hljóðatöku ungra barna. Á mynddiski Lærum og leikum með hljóðin leiða Máni og Maja áhorfandann um heim íslensku málhljóðanna á lifandi hátt við líflegar myndir Búa Kristjánssonar og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Kjörið fyrir öll börn frá unga aldri sem eru að læra málið

Byrjum snemma - vandað efni fyrir allar barnafjölskyldur

Jóhann Vikar brosandi les L og L Börn byrja lífið undirbúin fyrir tal. Börn með eðlilega heyrn hafa heyrt hljóð í móðurkviði frá því um 20 vikum eftir getnað þar sem starfsemi kuðungsins í innra eyra er virk frá þeim tíma. Heyrandi ungbörn læra hljóð og tungumál í umhverfi sínu í gegnum hlustun. Þau byrja sem sagt lífið undirbúin fyrir hlustun og tal. Hljóðið er grunneining fyrir tal- og málþroska heyrandi barna og lestrarfærni síðar meir. Lærum og leikum með hljóðin er fyrir öll börn, foreldra, afa og ömmur sem vilja örva tal barna sinna. Fyrstu bókina, (hvítu) má byrja að skoða snemma með myndbandsdiskinum. Minnum á að bækurnar eru þykkar og með sérstaka lakkáferð svo það má strjúka af þeim vætu og klístur. Allar bækurnar eiga að endast hjá sömu barnafjölskyldu og þola síendurtekna skoðun lítilla fingra!Jóhann Vikar les L og L
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lærum og leikum með hljóðin gerir samning við 365 Miðla.

L&L á Stöð 2
Nýlega undirrituðu Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri samning um að sýna myndefni Lærum og leikum með hljóðin sem hluta af barnaefni á sjónvarpsrásum 365 Miðla. Fyrstu sýningar hefjast haustið 2012 og verður notað myndefni og lifandi tónlist sem Menningarráð Suðurnesja og Samfélagssjóður Landsbankans styrktu. Myndefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá börnum, foreldrum og skólum um allt land. Hér er um séríslenskt efni að ræða, með lifandi tónlist, sem er mikilvægt framlag til menningar og undirbúningsfærni barna fyrir hljóðmyndun og lestur. Bryndís Guðmundsdóttir mun fylgja efninu úr hlaði og var m.a. greint frá samningnum á nýafstöðnu námskeiði Lærum og leikum með hljóðin sem var haldið fyrir Fræðsluskrifstofur á Norðurlandi. Myndefni Lærum og leikum með hljóðin verður sýnt í litlum þáttum þar sem færi gefst á að vinna skipulega í samstarfi við skóla og fjölskyldur með hvert og eitt málhljóð. Ýmis ný verkefni eru á döfinni hjá Raddlist sem gefur út og framleiðir Lærum og leikum með hljóðin. Fyrirhuguð er spjaldtölvuútgáfa og útgáfa á nýju efni í hljóðkerfisvitund sem byggir á aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin; Hljóðalestin, auk þess sem útgáfa og rannsóknavinna erlendis er í undirbúningi. Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Dagskrársviðs 365 Miðla og Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sem hér eru með Bryndísi Guðmundsdóttur handsöluðu samninginn hjá 365 Miðlum.

Námskeið L&L á Akureyri

Námskeið Akureyri

Þann 3. maí síðastliðinn var Bryndís Guðmundsdóttir með námskeið um framburð og hljóðkerfisþætti á Akureyri fyrir leik - og grunnskólakennara á Eyjafjarðarsvæðinu og i Þingeyjarsýslum.

 Efnistök voru tengd námsefninu ,,Lærum og leikum með hljóðin" sem Bryndís er höfundur að. Sérstök áhersla var lögð á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar og hvernig hægt er að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. Þá sýndi Bryndís dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins í starfi með leik - og grunnskólabörnum, börnum með sérþarfir og nemendum af erlendum uppruna. Námskeiðið var vel sótt af áhugasömum kennurum norðan heiða. Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á Skólaskrifstofu Akureyrar hafði veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins.

 

Námskeið Akureyri

 Námskeið Akureyri


Lærum og leikum á Barnaspítala Hringsins

Við heimsóttum Barnaspítala Hringsins, brugðum á leik, sungum og kynntum efnið allt. Á Barnaspítalanum fer fram einstaklingsmiðuð kennsla sem jafnframt fylgir heimanámi þeirra barna sem þar dvelja. Hver og einn fær að njóta sín við kennslu og leik hjá frábærum kennurum og starfsfólki leikstofunnar sem tekur móti börnunum af glaðværð og natni. Mikið og merkilegt starf fer þar fram og mikilvægt að góð námsgögn séu þar aðgengileg. Vörulína L&L bætist þar nú í safnið á kennslu- og leikstofu spítalans þar sem göfugt starf er unnið á hverjum degi. 

Við þökkum kærlega fyrir frábæra samveru! 

L&L Barnaspítali KennararHelga Þórðardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Dóra Guðrún Kristinsdóttir.


Barnaspítali Hringsins

Védís Hervör, Bryndís Guðmundsdóttir, Svanfríður Brianna og Gróa Gunnarsdóttir með litla vinkonu okkar.

Barnaspítali áhorf


Nýárskveðjur frá Lærum og leikum með hljóðin! Þökkum frábært samstarf á árinu og hlökkum til næsta árs með ykkur!

Click to play this Smilebox collage
Create your own collage - Powered by Smilebox
Free picture collage customized with Smilebox

Ný heimasíða!

Við kynnum stolt til leiks nýja heimasíðu okkar www.laerumogleikum.is þar sem framburðarefnið fær að njóta sín ásamt tilheyrandi fróðleik. Kíkið endilega við og deilið áfram ef ykkur líkar!

laerum_og_leikum_hljo_in_1123876.jpg

 

 

L&L teymið


Dagur íslenskrar tungu

Ef þú lest fyrir barnið þitt eða hvetur það til að lesa sjálft í 20 mínútur á dag, heyrir barnið eða les um milljón orð á ári!
Orðaforði barnsins eykst stöðugt og mikilvægur grunnur er lagður að innbyggðri máltilfinningu með réttum beygingum í tali, góðri stafsetningu og ritun.

Átak Barnaheilla ,,Út að borða fyrir börnin" og Lærum og leikum með hljóðin!

 

afhending_utadborda_31032011_minni.jpgdsc05087.jpg 

 

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, vinna að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er leiðarljós samtakanna í öllu þeirra starfi. Helstu áherslur samtakanna hérlendis eru á barnavernd, baráttu gegn ofbeldi á börnum, þátttöku barna og á málefni barna innflytjenda. Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi erlendis eru á menntun barna og neyðaraðstoð. Snemma á þessu ári tóku 15 veitingastaðir á Íslandi þátt í að safna til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi.  ,,Út að borða með börnin" þar sem hluti af seldum réttum á barnamatseðli rann til verkefnisins. Alls söfnuðust 3.759.913 krónur. 

Veitingastaðirnir sem tóku þátt eru:  American Style, Caruso, Dominos, Eldsmiðjan, Greifinn, Hamborgarabúllan, Hamborgarafabrikkan, KFC, Nauthóll, Pítan, Saffran, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos. 

 

Nú er hafinn undirbúningur að næsta átaki ,,Út að borða fyrir börnin 2012" og vona Barnaheill, Save the Children á Íslandi, að átakinu verði jafn vel tekið hjá veitingastöðum og viðskiptavinum þeirra um allt land.

 

Myndirnar sýna fulltrúa veitingastaðanna afhenda Petrínu Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla, Save the children á Íslandi, upphæðina sem rennur til verkefna er snúa að verndun barna gegn ofbeldi á Íslandi. Þá má sjá Petrínu Ásgeirsdóttur og Bryndisi Guðmundsdottur talmeinafræðing með borð -listamotturnar sem Lærum og leikum með hljóðin, gaf til verkefnisins.

 

Sem þakklætisvott fengu allir veitingastaðirnir sem tóku þátt í verkefninu borðmottur i fjórum litum og límmiða fra ,,Lærum og leikum með hljóðin".

 

BORÐMOTTURNAR  ERU FRÁBÆR NÝUNG FYRIR HEIMILIN, SKÓLANN OG VEITINGASTAÐINA: koma sér vel við borðhaldið; börnin skoða og læra hljóðin um leið og matast er. Þá er kjörið að nota motturnar undir leir - listavinnu og sem hljóðaspil. Borðmotturnar koma í fjórum líflegum litum og eru úr fallegu vatnsheldu efni sem liggur vel á borði.   

 

 dsc05196.jpg

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband